Blink 182 - All The Small Things

Wednesday, July 4, 2007

HUD 1

jæja, hér kemur fyrsta HUD-ið okkar, eða Heads Up Display.

Þið munið þessa litlu sýningu sem haldin er á ári hverju... Já hún verður í ár 11. til 13 júlí, en í staðinn fyrir að kalla hana E3 Gameshow, þá ætla þeir að kalla hana: E3 Media & Business Summit og verður haldin í Santa Monica.

Ég hef ekki mikið efni en ég fann eitthvað um hvað NCsoft ælar að kynna þanniga að helst sem verður kynnt frá þeim er:

Tabula Rasa: MMORPG leikur sem hefur verið í prófun síðan í mai og ætti að koma í haust, sem þýðir að hann kemur eitthvað í kringum jólin vegna þess að svona frestast alltaf.

Eye of The North: Expansion fyrir Guild Wars, meira um hann seinna.

Aion: Nýr leikur sem kemur frá Seul studios og ætti að koma í kringum 2008.

Dungeon Runners: Frír MMORPG, hann verður til mikillar furðu kynntur.

En núna er ég allgjörlega búinn að tæma kraftana hérna, ætla að fara að spara þá.

K.v. Svartur

Heimildir: http://www.next-gen.biz/index.php?option=com_content&task=view&id=6243&Itemid=59

http://www.e3expo.com/login/login.aspx?redirect=%2fIndex.aspx


Battle Angel ALITA "GUNNM"


Battle Angel Alita, betur þekkt sem "Gunnm" í Japan og nokkrum hlutum Evrópu, er Manga
teiknimyndasaga sem var sköpuð að snillnginum Yukito Kishiro árið 1991 sem kom fram í
tímaritinu Shueisha's business jump. Nafnið Gunmn þýðir á ensku "Gun Dream" eða byssu-draumur, og tvær af þeim níu teiknimyndabókum voru gerðar af tveimur teiknimyndum sem voru kallaðar Battle Ange fyrir ADV films í Norður Ameríku.
Teiknimyndaseríunum var haldið áfram í teiknumyndum sem heita Battle Angel Alita: The Last Order.

En þessi saga byrjar á stað á jörðinni sem nefnist einfaldlega: The Scrapyard, þar sem að jörðin er orðin að ruslahaugi og fyrir ofan The Scrapyard svífur borg sem heitir Tiphares, þar sem aðeins íbúar og afkomendur Tiphares mega lifa, engin önnur manneskja (eða vera) má fara upp.


Síðan kemur á það að maður, Ido að nafni finnur haus af vélmenni ( Cyborg ), þegar hann er að leita í haugunum að varahlutum fyir vélmennaverkstæðið sitt, hann ræsir höfuðið og kemst að því að hún á sér ekkert minni lengur og ákveður að skýra hana: Alitu. Seinna meir byrjar hann að byggja hana upp og kemst að því að hún er ekki allt sem að hann hélt að hún væri...


Ég mæli eindregið með þessari Manga seríu fyrir þá sem eru hrifnir af ofbeldi, blóði og sci-fi fantasíum.
Ég er nýbyrjaður að lesa þetta, búinn að kaupa og lesa fyrstu tvær bækurnar, bara ekkert búinn að komast í Nexus í neinn sérlega langan tíma, ætla mér að gera það í bráð en eins og ég sagði: góð bók.


Jæja? hvað eruð þið að bíða eftir, farið út og kaupið bókina, eða fáið lánað hjá vini eða vinkonu.


K.v. Svartur.

Orðrómur um að SixAxis fái rumble, og kannski snertiskynjun líka?

Fyrr á árinu sagði PlayStation Magazine í Bandaríkjunum frá því að SixAxis fjarstýringarnar í PS3 yrðu endurútgefnar með rumble. Nú styðja franskir kollegar þeirra á frönsku útgáfunni af tímaritinu það, og bæta við að það verði jafnvel snertiskynjun í fjarstýringunum líka, en það verður til þess að það finnst ekki bara fyrir rumble-inu í handföngum fjarstýringanna heldur jafnvel í gegnum hreyfipinnanna líka!? Þrátt fyrir að þessi eiginleiki ætti að vera öflugri heldur en í PS2, ætti verðið á SixAxis fjarstýringunum aðeins að hækka lítillega, þar sem að það á að vera ódýrara að framleiða þennan rumble eiginleika heldur en í hinum PlayStation vélunum. Það ættu að vera kærkomnar fréttir fyrir eigendur PS3 véla og núverandi SixAxis fjarstýringa. Ef að þessi orðrómur er réttur, ætti það að koma fram á "mini" E3-leikjasýningunni í næstu viku.

Við OK-bræður vonum það innilega að þessi orðrómur reynist réttur.

Heimildir: Joystiq

Verður þessi úrelt?

Sony kaupa ekki leiki til þess að koma einungis á PS3

Tekið af www.eurogamer.net:


SCEA boss Jack Tretton has criticised what he described as the "different approach" of rival platform holders, stating that Sony won't "bribe" developers to make PS3 exclusives.
Speaking in the latest issue of PSM magazine Tretton said, "Microsoft is too dependent upon the third-party community, and Nintendo is too dependent upon first-party. We like to feel that we got a pretty good mix.
Advertisement
"We have a very different approach to exclusives than some of our competitors," he continued.
"We don't buy exclusivity. We don't fund development. We don't, for lack of a better term, bribe somebody to only do a game on our platform."
"We earn it by saying, 'You can build a better game on our platform. If you focus your development on our platform, you will ultimately be more successful. We can try to partner up with you from a technology standpoint. We can try to partner up with you from a marketing standpoint. But just economically and technologically, this is the system that makes the most sense for you.'"
Tretton said that Sony is going after a broader demographic sooner than with PS1 or PS2, stating, "I think that when you start to get into that USD 600 price you have to be mindful that there should be multiple consumers to justify the value."
As for the challenges of programming for PS3, Tretton noted that Sony is doing what it can to put the tools in developers' hands - observing that the company has just rolled out a wide range of first-party development tools to the third parties for the first time. Ultimately, though, he has faith in the development community.
"There are a lot of great developers out there, and they always figure it out," Tretton said.


Ég verð að segja, að þetta finnst mér alveg fáránlegt. Að mínu mati er þetta bara afsökun Sony manna fyrir því að hafa klúðrað öllum einkatitlunum - GTA og Assasin Creed t.d.
PS3 myndi seljast muun betur ef að þeir hefðu aðeins fleiri einkatitla heldur en bara MGS4...

Kv. Hvítur

Edge Magazine birtir lista yfir 100 bestu leikina

Nú á dögunum kom út sérstök útgáfa af leikjatímaritinu Edge Magazine. Þessi sérstaka útgáfa inniheldur lista yfir 100 bestu tölvuleiki allra tíma, en hann var settur saman í samstarfi við ritara blaðsins, helstu einstaklinga sem starfa innan leikjabransans og síðan að sjálfsögðu lesendur blaðsins. Tíu bestu leikir að mati fyrrnefndra voru:

10. Super Metroid
09. Tetris
08. Final Fantasy XII
07. Halo
06. The Legend of Zelda: A Link to the Past
05. Super Mario World
04. Half-Life 2
03. Super Mario 64
02. Resident Evil 4
01. The Legend of Zelda: Ocarina of Time

Hér getiði séð allan listann: http://www.next-gen.biz/index.php?option=com_content&task=view&id=6231&Itemid=50

Að mínu mati er þessi listi engann veginn nógu góður. Eitthvað...bara..rangt við hann. Að Zelda leikur sé í því fyrsta, er algjör skandall að mínu mati. Mér finnst aðallega vanta Fallout. Síðan mætti Warcraft alveg tylla sér þarna líka einhversstaðar.

Kv. Hvítur

Heimildir: Next Generation

Tuesday, July 3, 2007

Ennþá biðlistar eftir Nintendo Wii.


Nú í Júlí eru 7 mánuðir síðan að Nintendo Wii kom út í Norður-Ameríku.
En samt sem áður eiga enn að vera biðraðir eftir tölvunni þar vestanhafs, og virðist sem svo, að Ameríkanarnir þarna hinumegin séu alveg bandóðir í Nintendo Wii. Sumir telja að það sé jafnvel svo slæmt að Nintendo taki ekki að anna eftirspurn, en það segjast þeir hinsvegar geta.
Þess má geta að 6 Wii vélar seljast á móti einni PS3 þarlendis og að sjálfsögðu eru Nintendo menn himinlifandi með það...
Heimildir: Kotaku



Kv. Hvítur.



Splunkunýtt blogg sem færir þér helstu fréttir úr nördaheiminum...

Í dag höfum við OK bræður stofnað nýtt blogg sem mun færa ykkur helstu fréttir um leiki og margt fleira, sem tengist nördum. Skírt skal tekið fram að við erum ekki bræður í alvöru, heldur erum við einungis starfsbræður.

Hér eru dálitlar upplýsingar um okkur OK-bræðurna:

Fyrst höfum við Hvítan.

Hvítur er frekar ungur, en hefur í mörg ár spilað tölvuleiki, alveg frá tíunda-áratugnum, eða eitthvað þar um bil.. Hvítur fílar fyrstu persónu skotleiki, RPG - leiki og lífshermi.
Hvítur hefur gleraugu, er frekar hávaxinn - og að sjálfsögðu myndarlegur.

Síðan kemur Svartur.

Svartur er yngri en Hvítur, fær að njóta æskunnar meira en Hvítur. Svartur hefur spilað tölvuleiki síðan hann var kornabarn, alveg frá Duke Nukem 1 og upp í Oblivion. Hann diggar fyrstu persónu skotleiki, ævintýraleiki, hryllingsleiki, RPG leiki, MMORPG leiki, herma og allt annað með blóði í. Svartur er slightly minni en Hvítur, notar stundum gleraugu og er, hvernig á ég að segja þetta, a handsome mothafucka, with pimples and a 2 day beard.

Við munum leitast til þess að færa ykkur fréttir af þessu öllu saman (semsagt leikjum, og öðru stuffi sem við höfum áhuga á) á sem einfaldastan máta.

Endilega kíkjið af og til á síðuna. Þið munuð ekki verða fyrir vonbrigðum.

Kv. OK - bræður.