Blink 182 - All The Small Things

Wednesday, July 4, 2007

Battle Angel ALITA "GUNNM"


Battle Angel Alita, betur þekkt sem "Gunnm" í Japan og nokkrum hlutum Evrópu, er Manga
teiknimyndasaga sem var sköpuð að snillnginum Yukito Kishiro árið 1991 sem kom fram í
tímaritinu Shueisha's business jump. Nafnið Gunmn þýðir á ensku "Gun Dream" eða byssu-draumur, og tvær af þeim níu teiknimyndabókum voru gerðar af tveimur teiknimyndum sem voru kallaðar Battle Ange fyrir ADV films í Norður Ameríku.
Teiknimyndaseríunum var haldið áfram í teiknumyndum sem heita Battle Angel Alita: The Last Order.

En þessi saga byrjar á stað á jörðinni sem nefnist einfaldlega: The Scrapyard, þar sem að jörðin er orðin að ruslahaugi og fyrir ofan The Scrapyard svífur borg sem heitir Tiphares, þar sem aðeins íbúar og afkomendur Tiphares mega lifa, engin önnur manneskja (eða vera) má fara upp.


Síðan kemur á það að maður, Ido að nafni finnur haus af vélmenni ( Cyborg ), þegar hann er að leita í haugunum að varahlutum fyir vélmennaverkstæðið sitt, hann ræsir höfuðið og kemst að því að hún á sér ekkert minni lengur og ákveður að skýra hana: Alitu. Seinna meir byrjar hann að byggja hana upp og kemst að því að hún er ekki allt sem að hann hélt að hún væri...


Ég mæli eindregið með þessari Manga seríu fyrir þá sem eru hrifnir af ofbeldi, blóði og sci-fi fantasíum.
Ég er nýbyrjaður að lesa þetta, búinn að kaupa og lesa fyrstu tvær bækurnar, bara ekkert búinn að komast í Nexus í neinn sérlega langan tíma, ætla mér að gera það í bráð en eins og ég sagði: góð bók.


Jæja? hvað eruð þið að bíða eftir, farið út og kaupið bókina, eða fáið lánað hjá vini eða vinkonu.


K.v. Svartur.

No comments: