Blink 182 - All The Small Things

Wednesday, July 4, 2007

Edge Magazine birtir lista yfir 100 bestu leikina

Nú á dögunum kom út sérstök útgáfa af leikjatímaritinu Edge Magazine. Þessi sérstaka útgáfa inniheldur lista yfir 100 bestu tölvuleiki allra tíma, en hann var settur saman í samstarfi við ritara blaðsins, helstu einstaklinga sem starfa innan leikjabransans og síðan að sjálfsögðu lesendur blaðsins. Tíu bestu leikir að mati fyrrnefndra voru:

10. Super Metroid
09. Tetris
08. Final Fantasy XII
07. Halo
06. The Legend of Zelda: A Link to the Past
05. Super Mario World
04. Half-Life 2
03. Super Mario 64
02. Resident Evil 4
01. The Legend of Zelda: Ocarina of Time

Hér getiði séð allan listann: http://www.next-gen.biz/index.php?option=com_content&task=view&id=6231&Itemid=50

Að mínu mati er þessi listi engann veginn nógu góður. Eitthvað...bara..rangt við hann. Að Zelda leikur sé í því fyrsta, er algjör skandall að mínu mati. Mér finnst aðallega vanta Fallout. Síðan mætti Warcraft alveg tylla sér þarna líka einhversstaðar.

Kv. Hvítur

Heimildir: Next Generation

1 comment:

Biggi said...

fólk verður bara að fara að sætta sig við að Legend of Zelda : OOT er kominn til að vera á toppnum svona eins og Godfather er á kvikmyndalistum. Hann eldist bara svo helvíti vel.